Af hverju fitna hundar?

Af hverju fitna hundar?

Ef dýr innbyrðir meiri orku en líkaminn brennir breytast umframkaloríurnar  í fitu. Nokkrar af ástæðunum fyrir þessu ójafnvægi geta verið…
Röng næring

Og mikið eða rangt fóður ásamt stjórnlausu magni af nammi eða afgöngum af borðinu leiðir til umframmagns af kaloríum. Það er mikilvægt að taka „aukanammi“ með í reikninginn í kaloríuinnihaldi allrar næringarinnar í dagskammtinum.

 

Næringarmistök í uppvextinum

Hundar, sem hafa strax sem hvolpar fengið of mikla orku í fóðrinu, hafa meiri tilhneigingu til að verða of þungir þegar þeir eru fullvaxta. Þar að auki geta komið fram vaxtartruflanir. Réttur næringarskammtur á hvolpatímanum er því mjög mikilvægur. PEDIGREE® Junior blaut- og þurrfóður, DENTAstix™ Small (frá 4 mánaða) er sérstaklega miðað við þarfir hvolpsins, meðal annars með það í huga að forðast of mikla þyngd þegar hundurinn er fullvaxinn.
Næringarmistök varðandi fullvaxinn hund

Þegar hundurinn er fullvaxinn breytist næringar- og orkuþörfin. Þá er rétt að nota næringu sem passar við aldurinn eins og PEDIGREE®  Senior því hún vinnur gegn aukinni þyngd sem kemur með aldrinum. Reglulegar fyrirbyggjandi skoðanir hjá dýralækni eru æskilegar svo hægt sé að fylgjast með breytingum á þyngd snemma.
Of lítil hreyfing

Vegna lífsstíls eða annarrar takmarkaðrar virkni vegna sjúkdóms eða aldurs getur kaloríueyðslan orðið minni en eðlilegt er.

 

 

Gelding

Hjá mörgum dýrum minnkar orkuþörfin eftir geldingu. Hins vegar eykst matarlystin og löngun til hreyfingar minnkar. Næringin þarf að miðast við þessar breyttu aðstæður hvað samsetningu og magn varðar. Fóðrið sem hæfir þessu vel er PEDIGREE®  Light.
Sjúkdómar

Í mörgum tilfellum getur ástæðan fyrir of mikilli þyngd verið sjúkdómur (t.d. sykursýki). Þess vegna er nauðsynlegt að láta dýralækni skoða dýrið ef það er of þungt.