Rétta næringin fyrir hressa hunda

Rétta næringin fyrir hressa hunda.

Lestu um Tíu gullnar reglur um næringu hunda.

Allir hundaeigendur óska sér fyrst og fremst eins: Að dýrið, sem er vinur þeirra, sé heilbrigt og frískt eins lengi og mögulegt er. Og það er fyrst og fremst spurning um rétta næringu.
Dýrið hefur ekki bara þörf fyrir mikilvæg næringarefni, prótín, fitu og kolvetni, heldur líka steinefni, vítamín og trefjar.

Dýralæknar mæla með eftirfarandi:

• Magnið af steinefnum í fóðrinu þarf að vera rétt. Hundar þurfa m.a. að fá fosfór, sem er mikilvægt í næstum allri efnaskiptastarfsemi, og kalk vegna beinanna. Það er mikilvægt að sambandið milli þessara tveggja efna stemmi þannig að það komi ekki fram breytingar í beinunum. Dýrin hafa alltaf þörf fyrir meira kalk en fosfór. Besta hlutfallið er 1,2 – 1,4 á móti 1. Það er nánast útilokað að ná því með heimagerðu fóðri þar sem hlutfallið í dýraafurðum með vöðvakjöti, lifur eða nýrum er 0,05 á móti 1, og í jurtaafurðum eins og haframjöli, hrísgrjónum eða kartöflum er hlutfallið 0,2 á móti 1. Þessa skammta þarf þess vegna að drýgja með aukaskammti af kalki. Kjötbein henta ekki vel til þess. Hundar geta fengið hægðatregðu af þeim og skaðað í sér þarmana.

• Dýrafóður á að sjóða. Ef það er hrátt geta bakteríur, veirur og sníkjudýr borist í hundinn. Aujeszky-veiran er sérstaklega hættuleg og hundar geta smitast af henni ef þeir borða hrátt svínakjöt. Hún er mönnum alls ekki hættuleg en getur verið lífshættuleg fyrir dýrið.

• Fóðrið á að vera meltanlegt. Það er ekki allt, sem mönnum þykir gott, gott fyrir hunda. Margar af fæðutegundunum, sem mennirnir bera á borð, valda meltingartruflunum í hundum. Það gildir t.d. um mjólk, hráa eggjahvítu og jurtasterkju.

• Það á að mæla fóðurmagnið. Hundar geta ekki sjálfir metið þörfina. Þeir borða um leið og maðurinn býður þeim eitthvað. Afleiðingin er þessi: Þeir fá meiri orku úr fóðrinu en þeir hafa þörf fyrir og verða of þungir.
Tíu gullnar reglur um næringu

Það er til einföld aðferð til að fara eftir meðmælunum frá dýralækninum: Það er best að nota tilbúið fóður handa hundinum. Í því eru öll næringarefni í ákjósanlegasta magni og samsetningu.  Það inniheldur engar hættulegar bakteríur, veirur og sníkjudýr því það er gerilsneytt með markvissri upphitun. í henni drepast spírur sem geta valdið sjúkdómum. En þetta er ekki eingöngu gert með rétta fóðrinu. Til þess að hundurinn sé ánægður þarf maður að virða tíu gullnar reglur um næringu:
1. Þar til hvolpur er tveggja mánaða fær hann matinn fyrst í sex og síðan í fjórum máltíðum á dag. Þegar hann er 3-4 mánaða er máltíðunum fækkað í 2-3 á dag. Á þann hátt lærir litli hundurinn, sem er alltaf svangur, að venja sig á reglulega fóðrun.

2. Fullvaxinn hundur fær alltaf eina aðalmáltíð og aðra minni daglega.

3. Það á að fóðra hundinn á sama tíma á hverjum degi því meltingarkerfið lagar sig að ákveðnu tímaplani.

4. Besti  tíminn fyrir aðalmáltíðina er kvöldið. Það er ekki bara hentugur tími í heimilishaldinu heldur kemur það í veg fyrir betl við borðið.

5. Matarskammturinn fer eftir stærð tegundarinnar, hreyfimynstri hundsins og hitastiginu úti. Hundur, sem er mikið úti, eyðir meiri orku þegar það er kalt en þegar það er heitt.

6. Maturinn má hvorki vera of heitur (beint úr pottinum) eða of kaldur (beint úr ísskápnum). Það á ekki að skilja afgang eftir í skálinni því þá geta bakteríur komist í hann.

7. Eftir fóðrunina á að vera kyrrð. Þá á hvorki að leika né fara í göngutúr.

8. Einn dagur í föstu í viku er ekkert stórslys – heldur alveg eðlilegur. Ef hundurinn vill ekki borða getur maður bara leyft honum að fasta. Ef lystarleysið varir hins vegar lengi þarf maður að láta dýralækni líta á hann.

9. Hundar eru hrifnir af tilbreytingu. Breytingum á matseðlinum  er yfirleitt fagnað. Það á ekki að breyta matnum tilviljunarkennt. Meltingarkerfi hundsins lagar sig að ákveðnu fóðri og skyndileg breyting getur haft í för með sér meltingartruflanir eins og niðurgang, hægðatregðu eða uppköst. Það er þess vegna best að nota fóður frá ákveðnum framleiðanda. Maður getur samt fengið tilbreytingu innan merkisins með því að breyta um tegund og bragðtegund.

10. Mikilvægasti vökvinn sem hundurinn fær er ferskt vatn. Lífsnauðsynlegri þörf hundsins fyrir vökva er fullnægt með vatni og vökvainnhaldi í fóðrinu. Það þýðir að hundurinn þarf að fá meira drykkjarvatn ef hann fær þurrfóður en ef hann fær blautfóður. Hann á alltaf að hafa aðgang að fersku vatni.