Frá fólkinu hjá Pedigree

Frá fólkinu hjá Pedigree

Góður, hollur matur
Hundurinn ykkar rekur trýnið í allt. Það gerum við líka!

Þess vegna höfum við endurnýjað uppskriftirnar okkar þannig að hundurinn ykkar geti fengið þann góða og holla mat sem hann á skilið. Og eftir að við höfum nýtt okkur rúmlega 60 ára rannsóknir hjá Waltham® Centre for Pet Care & Nutrition höfum við fulla trú á því að matur, sem er í góðu jafnvægi, komi úr góðu og náttúrulega bragðgóðu hráefni. En við viðurkennum að sjálfsögðu að það er alltaf hægt að bæta hlutina. Alveg eins og hundar, sem geta aldrei hamið forvitni sína, ákváðum við að vera líka forvitnir og fórum því vandlega í gegnum þetta allt.

Með þennan bakgrunn í huga höfum við í samvinnu við dýralæknana hjá Waltham® þróað betri uppskriftir en nokkru sinni fyrr, án tilbúinna bragð- og litarefna og án viðbætts sykurs. Þessar nýju uppskriftir veita hundinum ykkar bragðgóðar máltíðir sem hann er hrifinn af – með einmitt rétt hlutfall af vítamínum, trefjum og prótínum sem hann þarfnast og leiða til þess að meltingin verði heilbrigð.

Þróað af dýralæknum
Við þróum hundamatinn okkar, blaut- og þurrfóður, í samvinnu
við Waltham®.

„Sem næringarfræðingur hjá Waltham® er það á mína ábyrgð að þróa blaut- og þurrfóður sem uppfyllir mismunandi þarfir hundsins ykkar. Það merkir að við þróum uppskriftir okkar í samvinnu við dýralækna þar sem engir þekkja hunda betur en þeir. Ég er því örugg um að hundinn minn skortir ekki neitt.“

Tracy og Basil, þróunardeildinni

Lesið meira um www.waltham.com
100% heildstætt fóður hvað næringargildi varðar
Allt heilfóður okkar, blautt eða þurrt, er 100% hvað næringargildi varðar.

„Sem verkfræðingur hjá Pedigree® fullvissa ég ykkur um að við framleiðum hágæðavörur sem ég er stoltur af að geta gefið Bailey. Honum finnst gott að sleikja bílrúðurnar hjá mér svo það er mikilvægt fyrir mig að hann fái í hverri máltíð eitthvað sem ver hann og heldur honum heilbrigðum – án tillits til þess hvað hann sleikir. Hann stendur sig vel í hundaþjálfuninni og þess vegna veit ég að hann fær alla þá næringu og orku sem hann þarfnast til að vaxa og læra.“

Roger og Bailey, framleiðsludeildinni

____________________________________________________
Engin tilbúin bragð- eða litarefni
Það eru engin tilbúin bragð- eða litarefni í hundamatnum okkar!

„Ég vinn við að skoða með hverju fólk vill helst fóðra hundana sína. Það vill fá góðan mat, sem er í góðu jafnvægi og er hollur án þess að bætt sé í hann tilbúnum bragð- og litarefnum. Ég gæti ekki látið mig dreyma um að gefa hundinum mínum annað að borða.“

Martin og Archie, gæðadeildinni
_________________________________________________

 

Hágæðahráefni
Kjötið kemur frá seljendum sem eru þekktir fyrir að selja kjöt til manneldis.

„Við fylgjumst sérstaklega vel með vellíðan hunda. Þess vegna leitar hópurinn minn og ég að hráefnum sem eru þannig að hundarnir séu ánægðir með þau. Þannig er ég viss um að hundurinn nýtur síns hundalífs til fulls.“

Peter og Rupert, þróunardeildinni
_________________________________________________

 

Blautfóður með kjöti
Við setjum alltaf meira af kjöti en nokkru öðru hráefni.

„Molly nýtur virkilega matar síns og hún kemur alltaf aftur að skálinni sinni til að fullvissa sig um að hún hafi ekki skilið neitt eftir. Hluti af starfi mínu í gæðateyminu er að tryggja að maturinn sem fer í dósirnar í verksmiðjunni okkar sé framleiddur eftir réttu uppskriftinni í hvert skipti. Samkvæmt því sem gæðaeftirlitið segir veit ég að við setjum meira af kjöti í dósirnar en nokkru öðru hráefni. Það er því ekki undarlegt að Molly athugi alltaf tómu skálina sína.“

Brian og Molly, gæðadeildinni