Vorsnyrting á feldinum

Vorsnyrting á feldinum

Vorið er falleg árstíð  – líka fyrir hundinn ykkar.

Náttúran lifnar við og lofthitinn eykst. Því miður er vorið líka tíminn þar sem hundurinn ykkar fer væntanlega úr hárum. Hér getið þið lesið um það hvernig þið getið lifað við hármissinn.

Feldurinn þarf að endurnýja sig

Hárlos hjá hundum stundum stafar yfirleitt af því að feldurinn þarf að endurnýja sig. Hárlosið er mismunandi mikið eftir tegundum, það er árstíðabundið og er mest á vorin og haustin.

Dagleg umhirða feldarins

Við hundaeigendur getum ekki breytt lífeðlisfræðilegum hármissi. En með því að hirða feldinn vel og kemba hann getum við stytt tímann auk þess sem við getum hirt upp hárið og þar með komið í veg fyrir að feldurinn endi í gólfteppinu og húsgögnunum.

Hjá sumum hundum er hið eðlilega hárlostímabil bæði lengra og öflugra en venjulega og það er eins og því ljúki aldrei.Þegar framleiðsla á nýjum hárum er ekki jafnmikil og hármissirinn verður feldurinn þunnur og mattur og stundum flagnar húðin. Þetta ástand getur stafað af húðsjúkdómi, ofnæmi eða hormónatruflunum. Þið ættuð að spyrja dýralækninn hvort ástæða sé til að hefja meðferð.

Munið eftir mikilvægu næringarefnunum!

Hárlos hundsins ykkar getur líka stafað af  skorti á vítamínum, steinefnum og mikilvægum amínósýrum eða aukinni þörf á þessum efnum sem þurfa að vera til staðar við uppbyggingu á nýjum vef eða nýju hári. Skorturinn stafar yfirleitt af því að í daglegu fóðri hundsins er ekki nægjanlegt magn af þessum næringarefnum.
Loks geta hundar á vissu tímabili haft aukna þörf fyrir næringarefnum, t.d. þegar hundur gengur með afkvæmi eða er með hvolpa á spena. Sömuleiðis eykur streita þörfina. Sumir hundar verða stressaðir ef þeir eru mikið einir heima eða þegar þeir upplifa breytingar á heimilinu, t.d. flutning eða þess háttar.

Án tillits til þess hver orsökin er fyrir því að hundurinn ykkar fari úr hárum er það alveg víst að aukaskammtur af vítamínum, steinefnum og mikilvægum amínósýrum getur hægt á óeðlilegum hármissi.