Skemmtilegur leikur

Skemmtilegur leikur

Hundurinn ykkar verður aldrei of gamall til að leika sér.

Og alls ekki ef þið finnið upp á nýjum uppátækjum sem geta útvíkkað úrvalið af skemmtilegum æfingum. Þessa leitaræfingu getið þið leikið ykkur með bæði úti og inni. En hvers vegna ekki að fara með æfinguna út í góða veðrið?

• Þið eigið að nota misþykka efnisbúta: diskaþurrku, handklæði, gamalt sængurver eða þess háttar. Og svo þurfið þið þurfið þið að vera með handfylli af hundanammi.

• Byrjið á litlum efnisbúti og sýnið hundinum að þið leggið nammið undir hann og látið hann síðan þefa sig að staðnum þar sem hann er. Sumir hundar „grafa sig“ undir efnisbútinn en aðrir færa hann til – látið hundinn ykkar leysa þetta á eigin spýtur.

• Ef hundurinn ykkur byrjar á að bíta í efnisbútinn sýnið honum þá hægt og rólega nammið sem er undir honum. Forðist árekstra í kringum æfinguna og hjálpið hundinum áleiðis ef það lítur út fyrir að hann eigi erfitt með að leysa verkefnið.

• Eftir því sem hundurinn ykkar verður betri og fljótari í því að finna nammið getið þið gert verkefnið erfiðara. Þið gerið það með því að hafa efnisbútinn sem þið leggið yfir nammið sífellt stærri. Þið getið líka brotið efnisbútinn saman og haft nammið á milli tveggja laga.

• Þið getið líka valið efnisbúta af mismunandi þykkt og breytt smám saman til þannig að það verði erfiðara að þefa sig áfram að namminu.

• Ef þið eigið hund sem er hrifinn af því halda á einhverju eða þið hafið kennt honum að koma með hluti má bæta því í æfinguna. Þið getið t.d. falið 3-4 hnúta með nammi hér og þar og kennt síðan hundinum að koma til baka með tómu hnútana þegar hann hefur leyst verkefnið. Síðan getið þið sett aftur í þá nammi og falið þá á nýjum stöðum.